Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Anna Þórðardóttir

Anna Þórðardóttir hefur mikla reynslu af stjórnarsetu. Hún hefur setið í stjórn KPMG ehf. og í félagi löggiltra endurskoðenda. Hún situr í stjórn Framtíðarseturs Íslands ehf. Anna starfaði hjá KPMG frá árinu 1988-2015, þar af sem eigandi frá 2009, og bar m.a. ábyrgð á endurskoðun hjá eftirfarandi félögum Reitum, Högum, 365, Baugi Group, Vodafone, Landfestum, Landey, 10-11 og Félagsbústöðum. Anna stundaði Cand.merc nám í fjármálafræðum við Handelhøjskolen í Århus. Hún er löggiltur endurskoðandi og er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.