Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Berglind Svavarsdóttir

Berglind Svavarsdóttir er fædd árið 1964. Hún er hæstaréttarlögmaður og meðeigandi hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Berglind lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1989, öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 1995 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. Berglind er með diploma í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2006. Hún starfaði hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins á árunum 1988-1989 og sýslumanninum á Húsavík 1990-1996. Hún rak eigin lögmannsstofu og fasteignasölu 1996-2003, var meðeigandi Regula lögmannsstofu ehf. 2003-2010 og meðeigandi Acta lögmannsstofu á árunum 2011-2016, sem sameinaðist Lögfræðistofu Reykjavíkur 1. apríl sl. Berglind hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum og hefur setið í stjórn Lögmannafélags Íslands frá árinu 2015. Hún sat í slitastjórn SPB hf. 2009-2016 og endurupptökunefnd ad hoc 2015-2016. Einnig átti hún sæti í dómnefnd um umsækjendur um að vera tilnefndir af Íslands hálfu sem dómarar í MDE 2013, í stjórn Félags kvenna í lögmennsku 2008-2010 og var varamaður í úrskurðarnefnd lögmanna 2005-2015.