Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Einar Þór Bjarnason

Einar Þór Bjarnason hefur starfað sem meðeigandi og rekstrarráðgjafi hjá Intellecta m.a. á sviði stefnumótunar og breytingastjórnunar frá árinu 2001. Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1987 og meistaragráðu í iðnaðar- og framleiðsluverkfræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum árið 1992. Þá lauk hann einnig MBA námi frá Norwegian School of Management í Osló árið 1997. Einar Þór starfaði sem verkefnisstjóri hjá Eimskip 1987-1989 og Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins 1989-1991 en hefur starfað sem ráðgjafi frá 1992, fyrst hjá Ráðgarði 1992-1996 og hjá Accenture í Noregi 1997-2000. Árið 2000 tók hann þátt í stofnun ráðgjafarfyrirtækisins Cell Strategy í Noregi og starfaði þar á árunum 2000-2001 sem stjórnandi. Einar Þór sat í stjórn AFLS Sparisjóðs á Siglufirði 2013-2015. Hann hefur setið í stjórnum íslenskra fyrirtækja og samtaka og sat m.a. í stjórnum Stjórnvísi og Íslensku ánægjuvogarinnar. Hann gegnir nú stjórnarformennsku í Intellecta ehf.