Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Hallgrímur Snorrason

Hallgrímur Snorrason starfar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í opinberri hagskýrslugerð. Hann hefur meðal annars starfað sem Hagstofustjóri og aðstoðarforstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hann hefur setið í fjölda stjórna, meðal annars, bankaráði Útvegsbanka Íslands, Skýrr hf., Auðar Capital og Virðingar. Hann hefur jafnframt verið formaður ýmissa stjórnskipaðra nefnda, bæði innlendra sem og nefndum tengdu norrænu samstarfi, EFTA, ESB og OECD. Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Lundi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Edinborg.