Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Helga Valfells

Helga Valfells hefur starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá árinu 2010 en áður stýrði hún fjárfestingum sjóðsins. Helga hefur m.a. sinnt störfum fyrir Estée Lauder UK, Merrill Lynch International Europe og Útflutningsráð Íslands þar sem hún starfaði með fjölmörgum ólíkum útflutningsfyrirtækjum. Hún er frumkvöðull og hefur tekið þátt í stofnun nýsköpunarfyrirtækja og einnig starfað sem aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Hún hefur jafnframt starfað sem ráðgjafi fyrir fjölmörg útflutningsfyrirtæki frá Íslandi, Bretlandi og Kanada.Helga Valfells er með B.A. gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum frá Harvard University og MBA gráðu frá London Business School.