Beint į leišarkerfi vefsins
Fara į forsķšu

Hersir Sigurgeirsson

Hersir Sigurgeirsson er fæddur árið 1972. Hann er dósent í fjármálum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hersir lauk B.Sc. prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 1995, meistaraprófi í fjármálastærðfræði frá Stanford University árið 1999 og doktorsprófi í hagnýtri stærðfræði frá sama skóla 2001. Hann hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun. Hann starfaði sem sérfræðingur í hugbúnaðargerð hjá Integral í Bandaríkjunum 1999 og sem sérfræðingur í gagnarannsóknum hjá Íslenskri erfðagreiningu 2001-2002. Hersir var sérfræðingur hjá Kaupþingi banka á árunum 2003-2006 m.a. í áhættustýringu og eigin viðskiptum. Á árunum 2006-2010 gegndi hann stöðu lektors í fjármálum við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann starfaði um árabil fyrir Saga Capital á Akureyri, fyrst sem framkvæmdastjóri áhættustýringar og rekstrar 2006-2011 og síðar forstjóri 2011-2012. Einnig starfaði hann sem ráðgjafi hjá Alþjóðabankanum í Washington 2013-2015. Hersir var stjórnarformaður hjá fjármálafyrirtækinu T Plús hf., Akureyri, 2009-2014 og stjórnarformaður hjá Straumi sjóðum hf., Reykjavík, 2014-2015. Hann hefur setið í WACC-nefnd Orkustofnunar frá árinu 2014. Þá hefur hann undanfarin ár verið sérfróður meðdómari og dómkvaddur matsmaður í fjölda dómsmála vegna verðmats, skattamála o.fl. og veitt margvíslega ráðgjöf og sérfræðiþjónustu varðandi fjármál fyrirtækja, bankastarfsemi og fjármálamarkaði.