Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Jón Guðmann Pétusson

Jón Guðmann Pétursson er fæddur árið 1959. Hann lauk Cand. oecon. prófi frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands árið 1982 og starfaði sem viðskiptafræðingur hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns & Ara árin 1982-1983. Jón var fjármálastjóri sjálfseignarstofnana Varnarliðsins árin 1984-1987, fjármálastjóri Hampiðjunnar árin 1987-2002 og forstjóri árin 2002-2014. Jón hefur setið í stjórnum fjölmargra innlendra og erlendra fyrirtækja, þar á meðal í stjórn Hampiðjunnar árin 2006-2014 og í stjórnum dótturfélaga hennar í Danmörku, Írlandi, Litháen og fleiri löndum, stjórn Royal Iceland frá árinu 2014, stjórn Iceland Seafood International árin 2009-2011, stjórn Vaka árin 2002-2004 og í stjórn Kauphallar Íslands árin 1996-1999. Þá var Jón í reikningsskilaráði Íslands árin 2001-2004 og sat í stjórn Lífeyrissjóðs Framsýnar árin 2002-2005.