Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Fréttir

22.12.2010

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur

Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir starfsárið 2009 var haldinn 16. desember 2010. Á fundinum kom fram að tap af starfsemi sjóðsins nam 2.260 milljónum króna. Ákveðið var að greiða ekki út arð árið 2010 vegna starfsemi ársins 2009.

22.12.2010

Eignarhlutir ríkisins í Sparisjóðum Bolungarvíkur og Vestmannaeyja

Þann 16. desember síðastliðinn var Bankasýslu ríkisins falið af fjármálaráðherra að fara með eignarhluti ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur og Sparisjóði Vestmannaeyja.

30.9.2010

Hluthafafundur Íslandsbanka

Hluthafafundur var haldinn í Íslandsbanka þann 23. september 2010. Á dagskrá fundarins var kosning stjórnar.

30.9.2010

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir árið 2009 var haldinn 31. ágúst 2010. Á aðalfundinum kom fram að tap af starfsemi sjóðsins á árinu 2009 nam 182,5 milljónum. Ákveðið var að greiða ekki út arð árið 2010 vegna starfsemi ársins 2009.

6.8.2010

Tilnefningar í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar

Bankasýsla ríkisins óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða sem fyrirséð er að verði á forræði Bankasýslunnar. Nú er sérstaklega óskað eftir tilnefningum í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar.

7.7.2010

Skýrsla um starfsemi Bankasýslu ríkisins

Bankasýslu ríkisins ber lögum samkvæmt að skila árlegri skýrslu um starfsemi sína og liggur nú fyrir skýrsla vegna ársins 2010. Í skýrslunni er greint frá starfsemi Bankasýslunnar frá því að til hennar var stofnað síðastliðið haust en eignarhlutir ríkisins í Landsbankanum, Arion banka og Íslandsbanka voru formlega færðir Bankasýslunni til umsýslu 4. janúar 2010.

21.5.2010

Aðalfundur Arion banka hf.

Aðalfundur Arion banka fyrir árið 2009 var haldinn 20. maí.

Á aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 12,9 milljörðum króna. Ákveðið var að greiða ekki út arð árið 2010 vegna starfsemi ársins 2009.

7.5.2010

Aðalfundur Landsbankans og Íslandsbanka

Landsbankinn og Íslandsbanki héldu aðalfundi í síðustu viku.

18.2.2010

Nýtt bankaráð Landsbankans

Bankasýsla ríkisins hefur skipað þau Gunnar Helga Hálfdanarson, Guðríði Ólafsdóttur, Hauk Halldórsson og Sigríði Hrólfsdóttur sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans (NBI hf.).