Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Landsbankans hf. - Fréttir

22.4.2014

Aðalfundur Landsbankans hf.

Aðalfundur Landsbankans hf. fyrir starfsárið 2013 var haldinn þann 19. mars 2014.

Á aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 28,8 milljörðum kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum arð sem nemur 0,84 krónum á hlut fyrir árið 2013, sem samsvar um 70% af hagnaði. Miða skal við hluthafaskrá í lok 19. mars 2014 og að útborgunardagur verði 26. mars 2014.

Á fundinum voru eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn: Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður, Danielle Pamela Neben, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Helga Björk Eiríksdóttir, Jóhann Hjartarson, Jón Sigurðsson og Kristján Davíðsson. Varamenn eru Ragnar Lárus Gunnarsson og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Bankasýsla ríkisins fer með 97,9% hlut í bankanum fyrir hönd ríkisins og eru allir stjórnarmenn því fulltrúar Bankasýslu ríkisins. Eru Jóhann og Ragnar nýir fulltrúar í stjórn.

Fyrir fundinum lágu tillögur bankaráðs um breytingar á samþykktum í því skyni að samræma ákvæði þeirra við gildandi lög nr. 2/2995, um hlutafélög, lög nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lög nr. 3/2006, um ársreikninga og voru þær samþykktar samhljóða.

Á fundinum var einnig tillaga stjórnar um starfskjarastefnu samþykkt, Ríkisendurskoðun var kosin sem endurskoðandi félagsins fyrir árið 2014 og samþykkt var óbreytt þóknun til stjórnar sem nemur kr. 350.000 á mánuði fyrir almenna bankaráðsmenn, kr. 425.000 fyrir varaformann og kr. 600.000 fyrir formann. Þóknun til hvers bankaráðsmann fyrir störf í undirnefndum bankaráðs skal vera 100.000 kr. á mánuði og þóknun til varamanna kr. 175.000 fyrir hvern setinn fund, en þó aldrei hærri en þóknun aðalmanna innan hvers mánaðar.