Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Bankasýsla ríkisins vísar á bug sjónarmiðum um lagalega annmarka á Íslandsbankaútboði - Fréttir

8.4.2022

Bankasýsla ríkisins vísar á bug sjónarmiðum um lagalega annmarka á Íslandsbankaútboði


Í fjölmiðlum hafa komið fram sjónarmið þess efnis að fyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hf. hafi verið í andstöðu við lög. Af því tilefni skal áréttað að við sölumeðferðina var ákvæðum laga fylgt í hvívetna, þar með talið laga nr. 155/2012. 
Bankasýsla ríkisins vísar á bug hvers kyns sjónarmiðum um annað.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri, 550-1701.