Eignarhlutir ríkisins í Sparisjóðum Bolungarvíkur og Vestmannaeyja - Fréttir
22.12.2010
Eignarhlutir ríkisins í Sparisjóðum Bolungarvíkur og Vestmannaeyja
Þann 16. desember síðastliðinn var Bankasýslu ríkisins falið af fjármálaráðherra að fara með eignarhluti ríkisins í Sparisjóði Bolungarvíkur og Sparisjóði Vestmannaeyja. Um er að ræða 90,9% stofnfjárhlut í Sparisjóði Bolungarvíkur og 55,3% stofnfjárhlut í Sparisjóði Vestmannaeyja.
Nánari upplýsingar veitir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550-1700/856-5540