Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Breytingar á stjórn Bankasýslu ríkisins - Fréttir

23.2.2011

Breytingar á stjórn Bankasýslu ríkisins

Fjármálaráðherra hefur skipað Steinunni Kristínu Þórðardóttur, rekstrarhagfræðing sem nýjan stjórnarmann í Bankasýslu ríkisins og Jón Sigurðsson, lögmann, til vara. Fráfarandi stjórnarmaður er Sigurður B. Stefánsson sem hefur sinnt stjórnarstörfum frá því í september 2009 eða síðan stjórn Bankasýslunnar var fyrst skipuð. Eftir að viðræður hófust um kaup Landsbankans á sjóðastýringafyrirtækinu Rose Invest í nóvember, þar sem Sigurður er annar stofnanda og sjóðsstjóri, hefur hann ekki sinnt stjórnarstörfum fyrir Bankasýsluna.

Guðrún Johnsen, varamaður, sagði sig úr stjórn Bankasýslunnar þegar hún tók sæti í stjórn Arion banka á síðasta ári. Sigurði B. og Guðrúnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu Bankasýslu ríkisins.

Allir stjórnarmenn  uppfylla þau hæfnisskilyrði sem kveðið er á um í 6. gr laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.