Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

H.F. Verðbréf ráðgjafi við sölu á hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla - Fréttir

22.8.2011

H.F. Verðbréf ráðgjafi við sölu á hlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla

Bankasýsla ríkisins hefur ráðið H.F. Verðbréf sem ráðgjafa við sölu á 90% eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla.Fyrr í þessum mánuði var ákveðið að selja hlut ríkisins í sparisjóðnum í opnu söluferli.

H.F. Verðbréf er verðbréfafyrirtæki sem starfað hefur frá febrúar 2004 á grunni starfsleyfis frá Fjármálaeftirlitinu, sbr. lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Fyrirtækið sinnir fagfjárfestum á sviði verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjöf og er aðili að Nasdaq OMX kauphöllinni í Reykjavík. Þá er félagið viðurkenndur ráðgjafi á First North markaðnum.

Auglýsing  þar sem tilkynnt verður nánar um söluferlið verður birt fyrir næstu mánaðamót.