Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Sala á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans samþykkt á stofnfjárhafafundi - Fréttir

6.2.2012

Sala á rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans samþykkt á stofnfjárhafafundi

Söluferli, sem hófst á haustmánuðum 2011 á eignarhlut íslenska ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla, er nú lokið.

Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í Sparisjóði Svarfdæla, sem stofnunin hefur farið með frá því að sparisjóðurinn lauk fjárhagslegri endurskipulagningu 21. desember 2010.

Sala á eignum og rekstri Sparisjóðs Svarfdæla til Landsbankans hf. hlaut samþykki með 99,1% atkvæða á stofnfjárhafafundi, sem haldinn var þann 24. janúar sl., en Bankasýsla ríkisins fer með 90% af stofnfé sjóðsins.

Endanleg sala rekstrar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og Eftirlitsstofnunar EFTA, en að fengnu samþykki þessara aðila mun Landsbankinn yfirtaka rekstur Sparisjóðs Svarfdæla.

Sjá fréttatilkynningu Landsbankans vegna viðskiptanna