Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur - Fréttir
13.6.2012
Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur
Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur fyrir starfsárið 2011 var haldinn fimmtudaginn 16. maí 2012.
Á aðalfundi Sparisjóðs Bolungarvíkur voru eftirfarandi aðilar kjörnir í stjórn: Ragnar Birgisson formaður,
Sigrún Elsa Smáradóttir, Þorgeir Pálsson og Anna Sigríður Jörundsdóttir, sem eru fulltrúar Bankasýslunnar,
og Stefanía Birgisdóttir, sem er fulltrúi annarra stofnfjárhafa. Varamenn voru kjörnir Rögnvaldur Guðmundsson, María J. Rúnarsdóttir, Gísli Jón Hjaltason og Guðrún Jóhannsdóttir, sem eru fulltrúar Bankasýslunnar, og Runólfur K. Pétursson, sem er fulltrúi annarra stofnfjárhafa.
Að auki samþykkti fundurinn tillögur um að greiða ekki arð, um Ríkisendurskoðun sem endurskoðanda, um þóknun stjórnar, um starfskjarastefnu, um aðgang stofnfjárhafa að fundargerð aðalfundar og breytingar á
samþykktum er varða heimild til stofnfjáraukningar.