Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar - Fréttir

26.4.2013

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir starfsárið 2012 var haldinn þann 18. apríl sl.

Á aðalfundinum kom fram að hagnaður síðasta árs nam 19,5 milljónum króna. Samþykkt var að greiða ekki út arð vegna ársins 2012.

Breytingar voru gerðar á samþykktum sparisjóðsins.

Á fundinum voru Hákon Björnsson og Regína Fanný Guðmundsdóttir kosin í stjórn sem fulltrúar Bankasýslu ríkisins. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Björn Hákonarson, Jón Einar Marteinsson og Jóna Árný Þórðardóttir. Fulltrúi Bankasýslunnar í varastjórn er Jón Sveinsson, en Valdimar O. Hermannsson skipar hitt sæti varamanns.

Á fundinum starfskjarastefna sparisjóðsins var samþykkt og samþykkt að þóknun til stjórnarmanna verði kr. 75.000 á á mánuði og að stjórnarformaður þiggi tvöföld stjórnarlaun. Enor ehf. á Akureyri var kosið endurskoðandi sparisjóðsins.