Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Skýrsla Bankasýslu ríkisins 2013 - Fréttir

12.6.2013

Skýrsla Bankasýslu ríkisins 2013

Ársskýrsla Bankasýslu ríkisins fyrir árið 2013 hefur verið gefin út, en stofnuninni ber skv. 8. gr. laga nr. 88/2009 að skila árlegri skýrslu um starfsemi sína til fjármálaráðherra. Í ársskýrslunni er einnig fjallað um afkomu ársins 2012 hjá fjármálafyrirtækjum, sem Bankasýslan fer með eignarhluti í fyrir hönd ríkisins, greiningu á markaðs- og rekstrarumhverfi íslenskra innlánsstofnana í alþjóðlegum samanburði, endurheimtur á fjárframlögum ríkisins til fjármálafyrirtækja og samanburð á starfsemi Bankasýslunnar og systurstofnana hennar í Bretlandi og Hollandi. Ársskýrslan er einungis gefin út á rafrænu formi  (bæði á pdf sniði og ePub sniði sem hentar vel til aflestrar á snjallsímum og spjaldtölvum). Ársskýrsluna má nálgast á heimasíðu Bankasýslu ríkisins, www.bankasysla.is Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550-1700