Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Ársfundur Bankasýslu ríkisins 2013 - Fréttir

24.6.2013

Ársfundur Bankasýslu ríkisins 2013

Ársfundur Bankasýslu ríkisins var haldinn miðvikudaginn 12. júní sl. í Kaldalóni, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu.

Á fundinum fjallaði Guðrún Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Bankasýslunnar, um starfsemi og framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins og Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, kynnti ársskýrslu stofnunarinnar 2013.

Aðalgestur fundarins var Niels Kroner, höfundur bókarinnar A Blueprint for Better Banking: Svenska Handelsbanken and a proven model for more stable and profitable banking. Hélt hann erindi um stöðugleika og hagkvæmni í bankarekstri.

Í framhaldi af erindinu tóku Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Landsbankans hf., Gunnar Karl Guðmundsson, stjórnarformaður AFLs – sparisjóðs, Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins og Una Steinsdóttir, framkvæmdarstjóri viðskipabankasviðs Íslandsbanka þátt í pallborðsumræðum, ásamt Niels Kroner.

Fundarstjóri var Helga Jónsdóttir

Erindi Guðrúnar Ragnarsdóttur
Glærur með erindi Jóns G. Jónssonar
Glærur með erindi Niels Kroner