Ársskýrsla Bankasýslu ríkisins - Fréttir
6.6.2014
Ársskýrsla Bankasýslu ríkisins
Ársskýrsla Bankasýslu ríkisins fyrir árið 2014 hefur verið gefin út, en stofnuninni ber skv. 8. gr. laga nr. 88/2009 að skila árlegri skýrslu um starfsemi sína til fjármálaráðherra. Í skýrslunni er fjallað um starfsemi Banksýslu ríkisins á síðasta starfsári, fjárhagslega hagsmuni ríkisins í eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum m.a. í alþjóðlegum samanburði, þróun á fjármálamörkuðum, og rekstrarafkomu ársins 2013 hjá fjármálafyrirtækjum sem Bankasýslan fer með eignarhluti í fyrir hönd ríkisins.
Ársskýrslan er einungis gefin út á rafrænu formi og er aðgengileg hér.