Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar - Fréttir

29.4.2015

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar

Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir starfsárið 2014 var haldinn þann 14. apríl sl.

Hagnaður ársins eftir skatt nam 51,4 m.kr.

Niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:
Samþykkt var að ráðstafa öllum hagnaði ársins til hækkunar á stofnfé sjóðsins, sbr. 2. mgr. 70. gr. fftl.
Á fundinum var samþykkt tillaga um að breyta félagsformi sjóðsins í hlutafélag og að slíta sparisjóðnum. Stofnfjáreigendur eignast því hlutafé í Sparisjóði Austurlands hf. sem tekur við öllum réttindum og skyldum hins eldra sjóðs m.v. 1. janúar 2015. Hlutafé Sparisjóðs Austurlands hf. nemur 701 m.kr. og skiptist á milli stofnfjáreigenda í sömu hlutföllum og stofnfé.

Í stjórn Sparisjóðs Austurlands hf. sitja, Regína Fanný Guðmundsdóttir, Sigurður Hafsteinn Pálsson sem fulltrúar Bankasýslu ríkisins. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Einar Marteinsson, Jón Björn Hákonarson og Jóna Árný Þórðardóttir. Varamenn eru Valdimar O. Hermannsson og Guðmundur J. Skúlason.

Starfskjarastefna er óbreytt á milli ára sem og þóknun stjórnarmanna en almennur stjórnarmaður þiggur 75.000 kr. á mánuði og stjórnarformaður þiggur tvöföld stjórnarlaun.

Enor er endurskoðandi Sparisjóðs Austurlands hf.