Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Aðalfundur Sparisjóðs Norðurlands - Fréttir

23.6.2015

Aðalfundur Sparisjóðs Norðurlands

Aðalfundur Sparisjóðs Norðurlands var haldinn þann 22. júní sl. í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tap varð af rekstri sparisjóðsins á árinu 2014 að fjárhæð 672 m.kr. Eiginfjárhlutfall sjóðsins reiknað skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 8,2% og yfir lögboðnu marki en undir þeirri kröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir til sjóðsins.

Niðurstaða fundarins var eftirfarandi:

Enginn arður er greiddur til stofnfjárhafa. Þóknun til stjórnarmanna er óbreytt frá fyrra ári. Starfskjarastefna er óbreytt.

Stjórn sjóðsins skipa: Hólmgeir Karlsson, formaður, Auður Hörn Freysdóttir, varaformaður, Jón Ingi Sveinsson, Sigurður Skúli Bergsson og Gunnar Björnsson. Varamenn: Borghildur Rúnarsdóttir og Valdimar Snorrason.

 Að lokum samþykkti fundurinn stuðning við samkomulag um vinnu við undirbúning að samruna við Landsbankann undirritað 19. júní 2015.