Sölumeðferð Landsbankans hf. á 31,2% eignarhlut í Borgun hf. - Fréttir
14.3.2016
Sölumeðferð Landsbankans hf. á 31,2% eignarhlut í Borgun hf.
Með bréfi Bankasýslu ríkisins, dags. 26. janúar 2016, var óskað eftir upplýsingum um sölumeðferð eignarhluta í eigu Landsbankans hf. og þá sérstaklega í tveimur félögum á sviði greiðslumiðlunar, þ.e. Borgun hf. og Valitor Holding hf., móðurfélagi Valitor hf.
Bankasýsla ríkisins hefur nú farið yfir sölumeðferð Landsbankans hf. á eignarhlutum í Borgun hf. á grundvelli svarbréfs bankans, dags. 11. febrúar 2016, og annarra opinberra upplýsinga. Meðfylgjandi er bréf stofnunarinar, dags. 11. mars 2016, til Landsbankans hf. þar sem m.a. er að finna samantekt á sjónarmiðum bankans fyrir lokuðu söluferli, ályktun stofnunarinnar á rökstuðningi bankans, niðurstöður stofnunarinnar og tillögu hennar að næstu skrefum.