Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Yfirtaka ríkissjóðs Íslands á Íslandsbanka heimiluð með skilyrðum - Fréttir

16.3.2016

Yfirtaka ríkissjóðs Íslands á Íslandsbanka heimiluð með skilyrðum

Með ákvörðun nr. 9/2016 sem birt var þann 11. mars sl. hefur Samkeppniseftirlitið heimilað yfirtöku íslenska ríkisins á Íslandsbanka, með skilyrðum sem aðilar málsins hafa sæst á að fylgja.

Eftir yfirtöku ríkissjóðs Íslands á hlut Glitnis hf. í Íslandsbanka hf. fer Bankasýsla ríkisins með allan eignarhlut í bankanum en stofnunin fór áður með 5% eignarhlut. Auk þess fer stofnunin með 98,2% eignarhlut í Landsbankanum, 13,0% eignarhlut í Arion banka hf. og 49,5% eignarhlut í Sparisjóði Austurlands hf. 

Hægt er að nálgast ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hér.