Kosningu í bankaráð Landsbankans frestað - Fréttir
18.4.2016
Kosningu í bankaráð Landsbankans frestað
Á aðalfundi Landsbankans hf. sem haldinn var fimmtudaginn 14. apríl dró Bankasýsla ríkisins til baka tillögu sína um frambjóðendur til bankaráðs. Var það gert af þeim sökum að einn frambjóðandi dró framboð sitt til baka. Jafnframt lagði stofnunin fram nýja tillögu að frambjóðendum fyrir aðalfundinn var svo hljóðandi:
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður
Berglind Svavarsdóttir
Danielle Pamela Neben
Hersir Sigurgeirsson
Jón Guðmann Pétursson
Magnús Pétursson
Einar Þór Bjarnason
Ásbjörg Kristinsdóttir, varamaður og
Samúel Guðmundsson, varamaður
Fundarstjóri aðalfundar mat tillögu of seint fram komna með vísan til 14. gr. samþykkta bankans og lagði fyrir fundinn að fresta kjöri bankaráðs til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður föstudaginn 22. apríl nk. kl. 13:00 í Austurstræti 11, Reykjavík. Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í síma 550-1700.