Hluthafafundur Arion banka hf. 12. febrúar 2018 - Fréttir
14.2.2018
Hluthafafundur Arion banka hf. 12. febrúar 2018
Hluthafafundur Arion banka hf. var haldinn þann 12. febrúar 2018.
Á fundinum greiddi Bankasýsla ríkisins atkvæði gegn tillögu um breytingar á samþykktum félagsins, um heimild bankans til kaupa á eigin hlutum. Lét stofnunin einnig færa eftirfarandi bókun í fundargerð:
„Bankasýsla ríkisins greiðir atkvæði gegn tillögu um kaup á eigin bréfum. Telur stofnunin að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa.“
Á fundinum greiddi stofnunin einnig atkvæði gegn tillögu um skilyrta arðgreiðslu af hálfu bankans og lét einnig færa sérstaka bókun í fundargerð:
„Bankasýsla ríkisins greiðir atkvæði gegn tillögu um arðgreiðslu. Í fyrsta lagi telur stofnunin að arðgreiðslan eigi að koma strax til framkvæmda. Í öðru lagi telur stofnunin að arðgreiðslan eigi ekki að vera háð viðskiptum á milli hluthafa bankans. Telur stofnunin að tillagan sé ekki í samræmi við ákvæði eigandastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki um jafnræði hluthafa og vandaða stjórnarhætti.“
Upplýsingar um tillögur og niðurstöðu atkvæðagreiðslu fundarins má sjá á eftirfarandi slóð:https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=822955&lang=is
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, í síma 550-1701.