Ósk um áhugayfirlýsingar: Fjármálaráðgjafi og söluráðgjafar - Fréttir
2.2.2021
Ósk um áhugayfirlýsingar: Fjármálaráðgjafi og söluráðgjafar
Í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum, fjárlögum ársins 2020 og 2021 liggur fyrir heimild til að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fenginni tillögu Bankasýslu ríkisins sem barst fjármála- og efnahagsráðherra þann 17. desember sl. Að fengnum athugasemdum fjárlaganefndar, efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem og Seðlabanka Íslands, ákvað ráðherra þann 29. janúar 2021 að hefja sölumeðferð.
Bankasýsla ríkisins áætlar að ráða (a) einn sjálfstæðan fjármálaráðgjafa og (b) einn eða fleiri söluráðgjafa vegna sölumeðferðar á eignarhlutum í Íslandsbanka, sjá nánari lýsingu hér.
Ríkiskaup hefur umsjón með ráðningarferlinu. Skilafrestur er til 12. febrúar nk. kl. 16.00. Sjá eftirfarandi tengill:
http://utbodsvefur.is/yfirlysingar-vegna-ahuga-a-mogulegu-hlutverki-fjarmalaradgjafa-og-umsjonaradila-med-solu-islandsbankasolicitation-of-expression-of-interest-regarding-potential-role-as-an-independent-financial-adviso/