Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Ráðning leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa - Fréttir

19.3.2021

Ráðning leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa


Bankasýsla ríkisins hefur ráðið þrjá leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.

Um er að ræða Citigroup Global Markets Europe AG („Citi"), J.P. Morgan AG („JP Morgan") og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf.

Citi og JP Morgan eru leiðandi söluráðgjafar á sviði útboða á hlutabréfum í Evrópu og á heimsvísu ásamt reynslu af íslenskum fjármálamarkaði. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka eru leiðandi  á innanlandsmarkaði.

Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar. Gert er ráð fyrir frekari ráðningum úr framangreindum hópi í verkefnateymið á næstunni.

Ráðgjafarnir hafa þegar hafið störf.

Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri, í síma 550-1701.