Ráðning sameiginlegs lögfræðiráðgjafa - Fréttir
15.4.2021
Ráðning sameiginlegs lögfræðiráðgjafa
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hf. hafa ráðið sameiginlega lögfræðiráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.
Um er að ræða BBA Fjeldco ehf. og White & Case LLP.
Báðar lögmannsstofur eru leiðandi á sínu sviði við lögfræðilega ráðgjöf á sviði alþjóðlegra og innlendra útboða á hlutabréfum.
Framangreindir aðilar voru hlutskarpastir úr hópi annars vegar níu erlendra aðila og hins vegar sex innlendra aðila sem tóku þátt í aðskildum opinberum útboðum sem hófust þann 8. febrúar sl.
BBA Fjeldco og White & Case hafa þegar hafið störf.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri, í síma 550-1701.