Ráðning söluráðgjafa - Fréttir
19.4.2021
Ráðning söluráðgjafa
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið níu söluráðgjafa til viðbótar vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.
Um er að ræða í stafrófsröð: Arion banki hf., Arctica Finance hf., Barclays Bank Ireland PLC, Fossar Markets hf., HSBC Continental Europe, Íslensk Verðbréf hf., Íslenskir Fjárfestar hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.
Framangreindir aðilar voru valdir úr hópi 24 aðila sem skiluðu inn áhugayfirlýsingum til að verða söluráðgjafar.
Ekki er gert ráð fyrir frekari ráðningum að þessu leyti til.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri, í síma 550-1701.