Áform um almennt útboð og skráningu hluta í Íslandsbanka hf. - Fréttir
27.5.2021
Áform um almennt útboð og skráningu hluta í Íslandsbanka hf.
Með bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármála- og efnahagsráðherra í dag var upplýst um áform varðandi almennt útboð og skráningu hluta í Íslandsbanka hf. á Nasdaq Iceland, en formleg tilkynning þess efnis var birt á vefsíðu bankans í morgun og er hún aðgengileg þar.
Eftir birtingu hennar hefjast fundir fulltrúa greiningardeilda söluráðgjafa Bankasýslu ríkisins með mögulegum fjárfestum.
Í kjölfar þessara funda verða næstu skref í almennu útboði ákvörðuð, eins og t.d. útgáfa skráningarlýsingar, öflun áskrifta, ákvörðun ráðherra um verð og stærð útboðs ásamt uppgjöri og upphaf viðskipta með hlutina í kauphöll.
Tengill:
Bréf til ráðherra varðandi áform um almennt útboð og skráningu
Frekari upplýsingar gefur Jón G. Jónsson, forstjóri, í síma 550-1701.