Gjöf til Listasafns Íslands - Fréttir
26.5.2021
Gjöf til Listasafns Íslands
Á hluthafafundi Íslandsbanka í gær var tekin sú ákvörðun að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands, eða viðurkenndra safna, í samráði við Listasafn Íslands. Verkin eru gefin með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sínum vörslum þau 51 verk sem bankinn nýtir í starfsemi sinni. Um það verði gerður vörslusamningur milli bankans og Listasafns Íslands til fyrirfram skilgreinds tíma. Önnur verk, 152 talsins, verði gefin og afhent Listasafni Íslands eða öðrum viðurkennum listasöfnum.
Í skýrslu menntamálaráðuneytis þann 11. september 2009 voru tillögur um ráðstöfun á listaverkasafni Íslandsbanka. Voru verk í eigu bankans flokkuð í þrjá flokka. Þar á meðal voru talin verk sem hafa sérstaka eða mikla þýðingu fyrir íslenska þjóðmenningu.
Í aðdraganda málsins áttu Bankasýsla ríkisins, Íslandsbanki og Listasafn Íslands gott og uppbyggilegt samtal um listaverkin og ráðstöfun þeirra.
Bankasýsla ríkisins fagnar þessari niðurstöðu og óskar Listasafni Íslands innilega til hamingju með gjöfina.
Sjá nánar á heimasíðu bankans: Íslandsbanki gefur Listasafni Íslands 203 listaverk • Íslandsbanki (islandsbanki.is)