Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Tillaga stofnunarinnar samþykkt - Fréttir

11.2.2022

Tillaga stofnunarinnar samþykkt

Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti Bankasýslu ríkisins með bréfi, dags. 10. febrúar sl., að hann hefði samþykkt tillögu stofnunarinnar um að hefja sölumeðferð á Íslandsbanka hf. Sjá bréfið hér.

Í samræmi við lög hefur ráðherra lagt fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis greinargerð um ráðgerða sölumeðferð ásamt því að leita umsagnar Seðlabanka Íslands. Var nefndunum og Seðlabanka veittur hæfilegur frestur til að gera athugasemdir við efni greinargerðarinnar og óskað eftir að þeirra athugasemdir lægu fyrir eigi síðar en 2. mars nk. Að því ferli loknu verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð verði hafin.

Sjá nánar á heimasíðu stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/02/11/Greinargerd-um-aframhaldandisolu-eignarhluta-i-Islandsbanka-/