Bankasýsla fagnar athugun Fjármálaeftirlits - Fréttir
12.4.2022
Bankasýsla fagnar athugun Fjármálaeftirlits
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í dag.
Í bréfinu fagnar Bankasýsla ríkisins athugun Fjármálaeftirlitsins á tilteknum þáttum tengdum útboði og starfsháttum söluráðgjafa í sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka enda hefur stofnunin engar heimildir til eftirgrennslan eða athugunar á þeim þætti söluferlisins.
Í bréfinu er undirstrikað mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Einnig segir að stofnunin bjóði fram alla sína aðstoð og upplýsingar til að varpa nánara ljósi á útboðið, sé eftir því óskað.
Sérstök athygli er vakin á því í bréfinu, í tengslum við athugasemdir um markaðsmisnotkun, að á hluthafafundi Íslandsbanka þann 17. mars sl. var ákveðin arðgreiðsla sem nam 5,95 kr. á hlut. Arðleysisdagur var þann 18. mars sem skýrir að langmestu þá verðlækkun sem varð fyrir útboðið þann 22. mars sl.
Tengill á bréf.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri í síma 550-1701