Samanburður á hluthafalista og niðurstöðu fagfjárfestaútboðs Íslandsbanka - Fréttir
14.4.2022
Samanburður á hluthafalista og niðurstöðu fagfjárfestaútboðs Íslandsbanka
Við samanburð á hluthafalista Íslandsbanka og niðurstöðu fagfjárfestaútboðs má ætla að:
- 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 29,1% af útboðinu sem samsvarar 6,5% af heildarhlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 28,8% af heildar hlutafé bankans.
- 87 fjárfestar séu með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans.
- 34 fjárfestar hafi minnkað eignarhlut sinn að hluta. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 23,3% af útboðinu sem samsvarar 5,2% af heildarhlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 4,1% af heildar hlutafé bankans.
- 60 fjárfestar birtast ekk á hluthafalista sem getur skýrst af því að viðkomandi varslar hluti á safnreikningi, fjármagnar hluti hjá fjármálastofnun, er eignastýringaraðili eða vegna sölu viðkomandi aðila. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé bankans.
Þar sem nokkrar ástæður geta verið fyrir því að fjárfestar birtist ekki á hluthafalista er erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem selt hafa eignarhlut sinn að fullu. Í þessu sambandi er vakin athygli á því að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka fór úr 0,3% fyrir útboð í 4,1% af heildar hlutafé þann 11. apríl. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum.
Jafnframt má geta að fjöldi hluthafa Íslandsbanka var 15.304 þann 11. apríl og hefur fjöldi hluthafa aukist um 125 frá útboðsdegi.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri í síma 550-1701.