Beint ß lei­arkerfi vefsins
Fara ß forsÝ­u

Sala ß 22,5% hlut rÝkisins Ý ═slandsbanka Ý samrŠmi vi­ jafnrŠ­isreglu - FrÚttir

18.5.2022

Sala ß 22,5% hlut rÝkisins Ý ═slandsbanka Ý samrŠmi vi­ jafnrŠ­isreglu

LOGOS lögmannsþjónusta hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir ítarlega skoðun að ekki hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu í útboði á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áliti sem LOGOS hefur unnið fyrir Bankasýslu ríkisins.  

═ kjölfar ásakana um að brotið hefði verið gegn jafnræðisreglu við útboðið fól Bankasýsla ríkisins LOGOS að leggja mat á hvort jafnræðis hafi verið gætt við sölumeðferð 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem lauk hinn 22. mars 2022.

LOGOS var falið að svara eftirfarandi þremur spurningum:

  • Hvort skilyrði um að takmarka þátttöku í útboðinu við hæfa fjárfesta án skilyrðis um lágmarkstilboð hafi falið í sér brot gegn jafnræðisreglu.
  • Hvort fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar af hálfu Bankasýslu ríkisins til að tryggja aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu.
  • Hvort ákvörðun um að skerða að fullu tilboð tveggja fjárfesta hafi verið andstæð jafnræðisreglu.

Niðurstöður LOGOS eru:

  • ┴kvörðun um að takmarka þátttöku í útboðinu við hæfa fjárfesta án viðbótar skilyrðis um lágmarkstilboð fól ekki í sér brot gegn jafnræðisreglu.
  • Fullnægjandi ráðstafanir voru gerðar af hálfu Bankasýslu ríkisins til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu í lagalegu tilliti.
  • ┴kvörðun Bankasýslu ríkisins um að skerða að fullu tilboð tveggja kvikra fjárfesta studdist við málefnaleg sjónarmið og var í samræmi við jafnræðisreglu.

═ áliti LOGOS er farið ítarlega yfir aðdraganda sölunnar, fyrirkomulag og kynningu á henni sem og helstu ákvarðanir í tengslum við útboðið. Einnig er vísað til þeirra lagareglna og lögskýringargagna sem helst hafa þýðingu og jafnframt tekin afstaða til þeirra álitaefna sem fyrir liggja.

Sem fyrr segir er það niðurstaða LOGOS að ekki hafi verið brotið gegn jafnræðisreglu. Er það mat LOGOS að tilhögun um að takmarka útboðið við hæfa fjárfesta án viðbótarskilyrðis um lágmarkstilboð hafi ekki verið andstætt réttmætisreglu eða jafnræðisreglu. Slíkt viðbótarskilyrði hefði í raun þrengt enn frekar þann fjárfestahóp sem átti þess raunhæfan kost að leggja fram tilboð. Skilyrðið hefði því gengið þvert gegn markmiðum laga um opið söluferli og hagkvæmni, sem og markmiðum um dreift eignarhald.

Ůá telur LOGOS að fullnægjandi ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjárfesta að útboðinu í lagalegu tilliti. Er vísað þar til fjölda söluráðgjafa, lengra áskriftartímabils en almennt gerist og opinberar fréttatilkynningar. Þá er tekið fram að vandséð sé um aðra kosti í stöðunni og hvernig unnt hefði verið að ganga lengra í þessum efnum án þess að stefna í tvísýnu öðrum markmiðum söluferlisins, þ.e. einkum að lágmarka áhættu við útboðið og tryggja fjárhagslega hagsmuni ríkisins

Ůá er það niðurstaða LOGOS að ákvörðun Bankasýslu ríkisins um að skerða að fullu tilboð tveggja kvikra fjárfesta hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið og hafi verið í samræmi við jafnræðisreglu. Kemur fram að í ljósi þeirra markmiða sem að var stefnt með útboðinu og þeirrar áherslu sem stjórnvöld lögðu á greinarmun milli langtíma fjárfesta og skammtímafjárfesta hafi höfnun þessara tilboða verið málefnaleg. Með henni hafi ekki verið brotin jafnræðisregla gagnvart þeim tveimur fjárfestum sem máttu sæta því að tilboð þeirra voru að fullu skert

Lögfræðiálit LOGOS „Jafnræði við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf."?

.