Beint á leiđarkerfi vefsins
Fara á forsíđu

Sátt Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hf.: Viđbrögđ Bankasýslu ríksins - Fréttir

23.6.2023

Sátt Fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka hf.: Viđbrögđ Bankasýslu ríksins

 

Ţann 22. júní sl. birti Íslandsbanki hf. ("Íslandsbanki") fréttatilkynningu þess efnis að stjórn bankans hefði ákveðið að þiggja sáttarboð Fjármálaeftirlitsins ("FME") í tengslum við útboð Bankasýslu ríkisins f.h. ráðherra á 22,5% hlut í bankanum í mars 2022. Fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun Íslandsbanka var einn af umsjónaraðilum með útboðinu. Söluandvirði hlutanna í útboðinu nam samtals 52.650 m.kr. og sáttargreiðslan mun nema samtals 1.160 m.kr.

Athugun FME, sem hófst í apríl 2022, beinist að hlutverki Íslandsbanka í útboðinu en ekki framkvæmd Bankasýslu ríkisins. Bankasýsla ríkisins hafði enga aðkomu að sáttinni og var ekki sérstaklega upplýst um framvindu sáttaumleitana.

Ţar sem sáttin hefur ekki verið birt getur Bankasýsla ríkisins ekki, að svo stöddu, lagt sjálfstætt mat á þá annmarka sem kunna hafa verið á vinnu Íslandsbanka í tengslum við útboðið. Er sáttin liggur fyrir mun Bankasýsla ríkisins yfirfara hana og leggja mat á hvort tilefni sé til ráðstafana af hálfu stofnunarinnar, annars vegar í ljósi þess samningssambands sem var á milli Bankasýslu ríkisins og fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfmiðlunar Íslandsbanka í tengslum við útboðið og hins vegar í ljósi eigandahlutverks stofnunarinnar, en hún heldur á 42,5% hlut í bankanum eftir útboði.

Nánari upplýsingar gefur Jón G. Jónsson, forstjóri, í síma 550-1701.