Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Valnefnd

Stjórn Bankasýslu ríkisins skipar sérstaka þriggja manna valnefnd sem tilnefnir einstaklinga fyrir hönd ríkisins sem rétt hafa til setu fyrir hönd þess í bankaráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar.

Með vísan til ákvæðis 7. gr. laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins voru eftirtaldir einstaklingar skipaðir í valnefnd með bréfi dags. 1. mars 2021. Sverri Briem, formaður, Ólafía Rafnsdóttir og Birkir Leósson.

Valnefndin leitar eftir einstaklingum að eigin frumkvæði en einnig geta aðilar, sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stjórnarsetu, gefið kost á sér með því að senda valnefndinni ferilskrár sínar með tölvupósti á netfangið valnefnd@bankasysla.is. Nöfn þeirra einstaklinga sem nefndin leitar til eða sent hafa inn upplýsingar um sig verða vistuð hjá valnefndinni. Einstaklingur sem gefið hefur kost á sér til setu í stjórn fjármálafyrirtækis fyrir hönd ríkisins getur hvenær sem er farið þess á leit við valnefndina að upplýsingum um hann hjá nefndinni verði eytt.

Að uppfylltum hæfisskilyrðum koma ofangreindir einstaklingar til greina sem stjórnarmenn fyrir hönd ríkisins þegar á þarf að halda. Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnar- og bankaráðsmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi bankaráðum eða stjórnum. Valnefndin tilnefnir í hvert sinn tvo til þrjá einstaklinga fyrir hvert sæti sem losnar í stjórnum eða bankaráðum.

Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni leggur valnefndin mat á hæfni aðila m.a. að teknu tilliti til hversu mikla yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi hefur í tengslum við fyrirtækjarekstur og starfshætti fjármálafyrirtækja.

Nánar er fjallað um valnefnd og störf hennar í 7. gr. laga nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins og í starfsreglum valnefndar.