Fréttir
11.10.2015
Einstök starfstækifæri á fjármálamarkaði
Bankasýsla ríkisins óskar eftir að ráða hæfa einstaklinga með ríka ábyrgðartilfinningu í störf lögfræðings og sérfræðings í eignaumsýslu. Um er að ræða ráðningar tveggja til þriggja einstaklinga í tímabundin verkefni tengd fyrirhugaðri sölumeðferð ríkisins á eignarhlut í Landsbankanum hf. Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi einstaklingar myndi öfluga liðsheild með núverandi starfsliði og stjórn stofnunarinnar sem og þeim aðilum sem hún á í samskiptum við.
17.9.2015
Fyrirhuguð sala á eignarhlut í Landsbankanum hf.
Bankasýsla ríkisins hefur sent bréf til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem fram kemur að stofnunin hafi kynnt sér áform um sölu ríkisins á allt að 30% eignarhlut í Landsbankanum hf.
4.9.2015
Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands samþykktur
Samruni Landsbankans og Sparisjóðs Norðurlands hefur nú verið samþykktur af eftirlitsaðilum og tekur formlega gildi í dag 4. september.
23.6.2015
Aðalfundur Sparisjóðs Norðurlands
Aðalfundur Sparisjóðs Norðurlands var haldinn þann 22. júní sl. í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tap varð af rekstri sparisjóðsins á árinu 2014 að fjárhæð 672 m.kr. Eiginfjárhlutfall sjóðsins reiknað skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 8,2% og yfir lögboðnu marki en undir þeirri kröfu sem Fjármálaeftirlitið gerir til sjóðsins.
29.5.2015
Afskipti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytis
Í tilefni af frétt sem birtist á mbl.is dags. 28. maí sl. þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hafnar ásökunum um afskipti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytis, áréttar Bankasýsla ríkisins að stofnunin stendur við það sem fram kemur í umsögn stofnunarinnar um afskipti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytis
29.4.2015
Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar
Aðalfundur Sparisjóðs Norðfjarðar fyrir starfsárið 2014 var haldinn þann 14. apríl sl.Hagnaður ársins eftir skatt nam 51,4 m.kr.
2.1.2015
Gleðilegt nýtt ár!
Bankasýsla ríkisins óskar samferðarmönnum sínum og landsmönnum öllum gleði og gæfu á komandi ári!