Ráðstafanir gegn hagsmunaárekstrum
Bankasýsla ríkisins fer með eignarhald í fleiri en einu fjármálafyrirtæki á sama tíma. Til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum mun Bankasýslan gæta að eftirfarandi:
-
Bankasýslan mun ekki tilnefna starfsmenn sína í stjórnir fjármálafyrirtækja.
-
Bankasýslan mun ekki tilnefna sömu aðila í stjórnir fleiri en eins fyrirtækis.
-
Fyllsta trúnaðar verður gætt um viðskiptalegar og rekstrarlegar upplýsingar sem Bankasýslan fær aðgang að hjá hverju fyrirtæki um sig. Þess er gætt að trúnaðarupplýsingar séu ekki gefnar öðrum fjármálafyrirtækjum, eða leki með öðrum hætti.
-
Ef fjármálafyrirtæki er með skráð verðbréf í kauphöll skal mat lagt á það hvort þeir starfsmenn Bankasýslunnar sem hafa aðgang að upplýsingum um félagið skuli að jafnaði vera á innherjalista viðkomandi félags. Það er þó mat félagsins sjálfs hverju sinni hvort setja beri starfsmenn Bankasýslunnar á slíkan lista. Ávallt verður að upplýsa starfsmenn Bankasýslunnar um það ef upplýsingar sem þeir fá eru flokkaðar sem innherjaupplýsingar.
-
Bankasýslan tekur ákvarðanir sem hluthafi með hagsmuni viðkomandi fjármálafyrirtækis að leiðarljósi, sem og það markmið að vinna að framgangi eigandastefnu ríkisins og að tryggja að lögum og reglum sé framfylgt í starfsemi viðkomandi fjármálafyrirtækis.