Arion banki
Arion banki hf. var stofnaður á grunni neyðarlaganna í október 2008 til að halda utan um innlendar innstæður og meirihluta íslenskra eigna Kaupþings banka. Bankinn var alfarið í eigu ríkisins fram til nóvember 2009 er ríkið komst að samkomulagi við kröfuhafa um að þeir eignuðust 87% eignarhlut í bankanum. Samkomulagið var gegn greiðslu upp á 66 milljarða króna í formi lánasafns og að eiginfjárframlag ríkisins gengi til baka að mestu en að ríkið ætti um 13% af hlutafé bankans eða 260 milljónir kr. að nafnvirði. Ríkið veitti bankanum stuðning við eiginfjár -og lausafjárstöðu bankans meðal annars í formi víkjandi láns að fjárhæð 29,5 milljarða kr.
Stjórnarmaður tilnefndur af Bankasýslu ríkisins er Kirstín Þ. Flygenring.