Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Sparisjóður Austurlands hf.

Lokið var við fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðs Norðfjarðar þann 28. júni 2010 með undirritun samkomulags við Seðlabanka Íslands.

Stofnfé sjóðsins eftir fjárhagslega endurskipulagningu var 625,8 m.kr. og var fjöldi stofnfjáraðila 86. Heildareignir sjóðsins voru 5.377 m.kr. Eiginfjárhlutfall sjóðsins var 22%.

Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkissjóðs í sparisjóðnum sem myndaðist við fjárhagslega endurskipulagningu auk þess sem hlutur Byggðastofnunar var færður yfir til Bankasýslunnar og fer hún því með 49,5 % af stofnfé sjóðsins.

Þann 14. apríl 2015 var samþykkt tillaga á aðalfundi sjóðsins að breyta félagsformi sjóðsins í hlutafélag og slíta sparisjóðnum. Varð þá til Sparisjóður Austurlands hf. sem tók við öllum réttindum og skyldum hins eldra sjóðs m.v. 1. janúar 2015.

Fulltrúar Bankasýslu ríkisins í stjórn Sparisjóðs Austurlands hf. eru Sigurður H. Pálsson og Regína Fanný Guðmundsdóttir. Guðmundur J. Skúlason er varamaður.