Beint á leiðarkerfi vefsins
Fara á forsíðu

Íslandsbanki

Íslandsbanki var stofnaður í kjölfar neyðarlaganna þann 8. október 2008 til að halda utan um innlendar innstæður og meirihluta íslenskra eigna Glitnis. Bankinn var alfarið í eigu ríkisins fram til október 2009 er ríkið komst að samkomulagi við kröfuhafa (skilanefnd Glitnis) um að þeir eignuðust 95% eignarhlut í bankanum. Samkomulagið var gegn niðurfellingu skulda Íslandsbanka við Glitni og að eiginfjárframlag ríkisins gengi til baka að mestu en að ríkið ætti um 5% af hlutafé bankans eða 500 milljónir kr. að nafnvirði. Ríkið veitti bankanum stuðning við eiginfjár -og lausafjárstöðu bankans meðal annars í formi víkjandi láns að fjárhæð 25 milljarða kr.

Sem hluta af stöðugleikaframlagi kröfuhafa Glitnis var ríkinu afhentur 95,0% eignarhlutur í Íslandsbanka hf.

Í kjölfar skráningar og sölu á 35% eignarhlut í júní sl. og svo útboðs með tilboðsfyrirkomulagi þann 22. mars sl. á 22,5% eignarhlut fer íslenska ríkið með 42,5% eignarhlut í bankanum.

Bankaráð Íslandsbanka er skipað eftirtöldum einstaklingum. Linda Jónsdóttir, formaður, Stefán Pétursson varaformaður, Agnar Tómas Möller, Anna Þórðardóttir, Frosti Ólafsson, Helga Hlín Hákonardóttir og Haukur Örn Birgisson. Varamenn eru Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson. Fulltrúar Bankasýslu ríkisins eru þau Agnar Tómas Möller, Anna Þórðardóttir og Haukur Örn Birgisson.