Landsbankinn
Landsbankinn var stofnaður í kjölfar neyðarlaganna þann 8. október 2008 til að halda utan um innlendar innstæður og meirihluta íslenskra eigna gamla Landsbanka Íslands hf. Upphaflega var lögheiti bankans NBI hf. en því var breytt í Landsbankinn hf. á aðalfundi í apríl 2011. Íslenska ríkið var eigandi 81,33% hlutafjár bankans og 18,67% hlutafjár var í eigu Landsskila (eignarhaldsfélag skilanefndar Landsbanka Íslands hf.).
Eiginfjárframlag ríkisins nam á þeim tíma 122 milljörðum króna sem var annar var annars vegar greitt með reiðufé að fjárhæð 775 milljónir króna og hins vegar með skuldabréfi að fjárhæð 121.225 milljónum króna.
Í apríl 2013 gaf Landsbankinn út skilyrt skuldabréf til LBI sem framseldi á móti hlutabréf sín til íslenska ríkisins og starfsmanna Landsbankans í samræmi við samkomulag þessara aðila um fjármögnun bankans frá því í desember 2009. Við viðskiptin fór eignarhlutur ríkisins í bankanum úr 81,3% í 97,9% og starfsmenn fengu 2,1% eignarhlut.
Í kjölfar viðskiptanna var bókfært virði Landsbankans í ríkisreikningi 146,9 milljarðar króna í árslok 2014.
Á árinu 2015 yfirtók Landsbankinn hf. tvo sparisjóði þar sem ríkið var meirihlutaeigandi og var endurgjald í formi hlutabréfa í Landsbankanum. Í kjölfar þess fór eignarhlutur ríkisins úr 97,9% í 98,2%.
Bankaráð Landsbankans er skipað eftirtöldum einstaklingum. Jón Þorvarður Sigurgeirsson, formaður, Eva Halldórsdóttir, Kristján Þ. Davíðsson, Rebekka Jóelsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Þór Hauksson, Örn Guðmundsson. Varamenn eru Stefanía Guðrún Halldórsdóttir og Sigurður Jón Björnsson.